Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 153. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 492  —  153. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2012.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (BVG, VBj, SER, BGS, SkH).


    Við 4. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
    7.21    Að heimila Seðlabanka Íslands að afhenda hlut Íslands vegna hagnaðar af gullsölu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fjárhæð 305.000 SDR til PRGT (Poverty Reduction and Growth Trust) sem er sjóður á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ætlaður er til að hjálpa efnaminni aðildarríkjum að ná markmiðum um að draga úr fátækt og efla vöxt.